Við erum býflugnabændur á bænum Uppsölum II í Fljótshlíð. Höfum haldið býflugur frá árinu 2013. Við erum mjög áhugasöm um ræktun, matargerð og heimavinnslu matvæla.
Við leggjum metnað okkar í að hugsa vel um býflugurnar okkar og þær verðlauna okkur fyrir umhyggjusemina.
Við erum Þórður Freyr, Margrét Jóna og dætur okkar, sem eru liðtækir ungir bý-bændur, Þórdís Ósk (fædd 2008) og Þórunn Metta (fædd 2012).
Á myndinni hér að ofan gengur þáttarstjórnandinn, Kolbrún Vaka Helgadóttir, út úr fjárhúsi í upphafssenu þáttararaðarinnar. Ekki skemmdi það fyrir að fjárhúsið í myndbrotinu er fjárhús langafa stelpnanna. Myndbrotið er tekið upp á bænum Hraðastöðum í Mosfellsdal.
Einnig vorum við heimsótt í þættinum Flökkulíf. Komum við fyrir í fyrstu þáttaröðinni og er sú þáttaröð aðgengileg í Sjónvarpi Símans.