Við erum býflugnabændur á bænum Uppsölum II í Fljótshlíð. Höfum haldið býflugur frá árinu 2013. Við erum mjög áhugasöm um ræktun, matargerð og heimavinnslu matvæla. Við leggjum metnað okkar í að hugsa vel um býflugurnar okkar og þær verðlauna okkur fyrir umhyggjusemina.

Við erum Þórður Freyr og Margrét Jóna og dætur okkar, sem eru liðtækir ungir býbændur, Þórdís Ósk (fædd 2008) og Þórunn Metta (fædd 2012).

Ef þið viljið hafa samband getið þið gert það eða pantað hunang hér.