Nú er þetta að byrja… aftur!

Tvö bú í býgarðinum okkar að Uppsölum.

Tvö bú í býgarðinum okkar að Uppsölum.

Nú hafa flugurnar farið í sitt hreinsunarflug. Eftir langan vetur og óvenju snjóþungan, hafa þær farið af stað á góðum sólardegi og spókað sig aðeins um. Nú fer að líða að því að við gefum þeim eitthvað góðgæti. Við gerum það til að örva varp að vori og tryggja að þær hafi næga orku, þar sem móðir jörð er ekki farin að gefa á þessum árstíma að neinu ráði á Íslandi. Enn er hætta á afföllum, þ.e.a.s. að búin lifi ekki af fram á sumar. Það fer líka eftir þeim fjölda sem hefur lifað í hverju búi, hvort þar sé lifandi og verpandi drottning og hvort þau hafi nægt fóður. Svo það er enn hætta á að öll búin komist lífs af inn í sumarið. Það ríkir því ákveðin spenna alltaf í apríl.

Þórður & Margrét

Next
Next

Vetur í býgarðinum